Hér koma nokkrar myndir frá tískusýningunni!
Mjög flott föt en þetta er aðeins brota brot af því sem Volcano Design býður uppá... hér koma nokkrar fleiri skemmtilegar myndir!
Volcano Design |
Volcano Design er hannað af henni Kötlu Hreiðarsdóttur. Rosalega hæfileikarík stúlka með frábæra hönnun. Endilega kíkið HÉR á heimasíðu Volcano Design.
Volcano Design |
![]() |
Krista Design |
Hönnuður Krista Design er María Kristín Hreiðarsdóttir, haha já þær eru systur, greinilegt að sköpunargáfan rennur í blóðinu. En hún er með vörur sínar til sölu, til dæmis í epal. Hún er að gera bæði skart og hluti eins og hitaplatta úr endurunnum bíldekkjum, sússíbakka, ostabakka, klukkur og svo mætti lengi telja.. HÉR getur þú kíkt á heimasíðu Krista Design, besti prísinn fæst nátla beint frá henni!
Krista Design |
Ég er mjög skotin í klútnum og kraganum frá Volcano Design. Einnig væri ég alveg til í þessi hálsmen frá henni Kristu, sést betur á heimasíðunni hennar! Og svo er nátla form Íslands í hönnun klassískt, finnst það alltaf jafn flott! Ég heppin að eiga afmæli bráðum... ;)