Saturday, October 23, 2010

The CUBE hotel.

Já enn eitt hótelið... 

Ég veit ekki alveg af hverju hótel eru að heilla mig svona mikið núna... kannski er það bara þráin að komast aftur á flakk... en hér er the CUBE Hotel, sem er bókstaflega kubbur í laginu. Holur að innan. Rosalega flott hönnun. 
Til eru þrjú CUBE hotel í austurísku- og swissnesku ölpunum, enn sem komið er en þetta er frábært concept sem eigendurnir vilja koma upp á fleiri stöðum.  
Jæja, nóg af texta í bili... b.t.w. öll hótelin eru alveg eins! 


CUBE hótelin eru alltaf staðsett þar sem nóg úrval er af útivistariðkun bæði sumar sem vetur. Hægt er að finna allt sem hugurinn girnist á þessum hótelum, spa, veitingahús, skemmtistaði ofl, ofl. 


 Á jarðhæðinni í miðjunni er bar. Einnig er að finna þar veitingastaði.  
Rampar inni sem leiða á hverja hæð svo auðveldara sé að labba upp og niður með hjól, skíði, brettið...


Rosa flott hvernig arkitektinn leikur sér með litina. Herbergin eru allan hringinn og fyrir framan hvert herbergi er sameiginleg aðstaða, chill aeria, þaðan er gengið inn í andyri þar sem hægt er að taka af sér útiföt og geyma snjóbretti og hjól og svo er gengið inn í herbergið. 


Eitt af herbergjunum... einfalt og stílhreint. Væri svaka til í að setja þetta á 'to visit' listann minn! 
Hér er linkur á heimasíðu þeirra! 

Af hverju ekki prófa eitthvað nýtt?

Þetta flotta Drain Pipe hotel í Ottensheim í Austurríki er hugmynd frá ungum listamanni, Andreas Strauss. Hvert herbergi er eitt rör, þar sem er rétt pláss fyrir tvöfalt rúm.  
  

Þetta lítur bara út fyrir að vera svaka cozy hjá þeim... Hvert herbergi/rör hefur einn glugga, hurðarhún að innan en það þarf að slá inn lykilnúmer til að komast inn! 


Eitt rör vegur 9,5 tonn!!! svo það er allavega ekki létt að rúlla því ef maður vill gera ferðafélögum sínum smá grikk. 

EN... síðast og ekki síst!!! Það besta við þetta hótel er að þú borgar það sem þú vilt fyrir nóttina!!! Fínt að vita af þessu næst þegar maður fer á ferðalag um Evrópu! 
Hér er linkur á heimasíðu þeirra! 

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...