Tuesday, December 14, 2010

Inspiration

 
Mapproject er arkitektstofa staðsett í hjarta London. 
Ég var að vinn á þessari stofu sumarið 2009, frábært sumar! 
Þessa mynd er að finna á síðunni þeirra en þetta er verkefnið sem ég var að vinna í og þessi skissa er gerð eftir mínum teikningum... þetta er í framkvæmd núna en þetta er viðbygging á hús, garðurinn og garðhús sem var vinnuherbergi og studioíbúð. Fyrr en síðar verður komið verkefni teiknað af Huldu Jónsdóttur í hjarta Lundúnar... ;)

En mér datt í hug að skella inn þessari mynd, þar sem ég var að detta inn á myndir af verkinu sem meðal annara verkefna gaf mér innblástur. 

Það er Juvet Landscape Hotelið eftir Norsku arkitektana Jensen & Skodvin arkitektkontor as.

HÉR er hægt að skoða fleiri myndir af því verkefni.

-H

UMBROT - Málstofa um borgarrými


UMBROT - Málstofa um borgarrými

Þetta kemur fram á facebook...

Kvöldstund tileinkuð möguleikum borgarrýma.



Hvaða áhrif hefur sviðsmynd borgarinnar á samfélag okkar? 
Hvert er samspil hegðunar og umgjarðar borgarrýma? 

Þátttakendur UMBROTS eiga það sameiginlegt að hafa unnið að verkefnum sem tengjast almenningsrýmum Reykjavíkur á einn eða annan hátt. Um er að ræða fjölbreytileg verkefni, unnin af arkitektum, listamönnum, upplýsingafræðingum og hugsjónafólki.

Þátttakendur eru:
ARNAR & HEIMIR - BETRISTOFA BORGARINNAR - BORGHILDUR - THE GARDEN PROJECT - HJÓLALEIÐIR Í REYKJAVÍK - LACUNA PAVILLION - SKYGGNI FRÁBÆRT - URBANISTAN - VERALDARVINIR

MÁLSTOFA um borgarrými 
Hóparnir kynna verkefni sín í örfyrirlestraformi með skyggnusýningu. Í lok hverrar kynningar verður gefið svigrúm til umræðna.

FRUMSÝNING: Lifandi Vinnusmiðja
Kvikmyndagerðarmennirnir Arnar og Heimir hafa unnið heimildamynd um Lifandi vinnusmiðju, sem haldin var á vegum Skyggni Frábærs sumarið 2010. 

SÝNING Í horninu
Þátttakendur málstofunnar kynna afrakstur verkefna sinna á samsýningu sem opnuð verður í lok kvöldsins.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Ég mæti og ég er viss um að þetta eigi eftir að vera mjög skemmtileg og áhugaverð umræða!!! 

Beautiful!


‘Hadar’ borðlampi efir franska hönnuðinn Cyril Afsa.



stærð: 34x34x13

                Meira um þennan lampa og fullt fullt af beautiful hönnun er að finna á þessari síðu:  http://www.specimen-editions.fr/


                              

Væri til í einn svona á vinnuborðið! Góð inspiration fyrir hvað sem er! 

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...