Tuesday, October 26, 2010

The bird nest

Swissnesku arkitektarnir Herzog & de Meuron eru einir af mínum uppáhalds. 
Hér er eitt af sköpunarverkum þeirra, The bird nest. Byggt fyrir ólympíuleikana í Beijing í Kína 2008. 
Þessi mynd á að vera frá opnunarhátíð ólympíuleikanna í Beijing. 

Aðeins ytri grindin er 42.000 tonn af stáli, í heildina er leikvangurinn 44 þúsund tonn af stáli
Þrisvar sinnum þyngra en 2012 ólympíuleikvangurinn í London! 
Þetta er stærsta stálvirki í heimi
6.000 heimili voru rifin til þess að gera pláss fyrir leikvanginn og 10 manns dóu í slysi við byggingu hans... mjög sorgleg staðreynd.

HÉR getur þú heimsótt heimasíðu um leikvanginn og horft á mjög töff heimildarmyndband. Gat ekki sett það hérna inn. 

Það var einmitt á fyrirlestri sem ég fór á, þar sem einn aðstoðarmaður Herzog & de Meuron talaði um verk þeirra, þar á meðal um The bird nest, sem ég kolféll fyrir þessum arkitektum! 

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...