Tuesday, November 23, 2010

Módel hundur???

Hahaha takið þið eftir einhverju sem er eins á þessum tveim myndum?

Rakst á þessa mynd á vafri um netið... minnti mig á aðra mynd sem ég skellti inn á blogið um dagin... 

Já ég er ekki frá því að þetta sé bara sami hundurinn... 

Regnboga-eldhús... gefur lit í íbúðina...


Skemmtilegt!  ;)

Workshop, Polity and Space: The Coast of Europe

Núna um helgina stóð yfir Workshop í Listaháskólanum undir stjórn Sigrúnar Birgisdóttur og HIldigunnar Sverrisdóttur sem eru arkitektar og kennarar í LHI. En  þar tókum við á móti Unit 4 frá Architectural Association arkitektaskólanum (AA) í London.
Þema Unit 4 og einnig þema helgarinnar var Polity and Space: The Coast of Europe, undir stjórn arkitektanna John Palmesino og Ann-Sofi Rönnskog sem einnig reka saman arkitektastofuna Territorial Agency og Multiplisity
 HÉR getur þú kíkt á prógram unitsins! Mjög svo áhugavert.

Kíktum meðal annars í heimsókn til Glám og Kím. Frábært að fá að sjá hvað er í gangi hjá þeim! Rosalega cozy og flott arkitektastofa.
Þakka þeim fyrir gott boð!

Svo var auðvitað landið og arkitektúr Reykjavíkur skoðaður og mikið um það rætt... ég ætla ekki að tala allt of mikið um það... 
Verð bara að minna á þann fallega arkitektúr sem við höfum hér og þar í borginni þar á meðal Norræna húsið eftir Alvar Aalto. 

Var ekki með myndavélina mína á mér. :/ Svo ég verð að nota myndir sem ég finn á google...




Alvar Aalto hannaði öll húsgögn og ljós í Norræna húsið eins og hann gerði svo oft. 
Kjarvalsstaðir einnig áhugaverð bygging. 

En bara smá blog til að þakka fyiri frábæra helgi.



LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...