Sunday, April 3, 2011

Batteríið Architects

Ég fór á fyrirlestur hjá Batteríinu á Hönnunarmarsnum. 

Mjög svo skemmtilegur fyrirlestur hjá honum Sigurði Einarssyni arkitekt hjá Batteríinu. 

En þessi fyrirlestur fjallaði um íþróttamiðstöðina sem Batteríið er að byggja í Manitoba í Canada í samstarfi við Cibinel Architects. 

Íþróttamiðstöðin verður 9290 fermetrar að stærð. 

Hér er mynd sem sýnir inn í íþróttamiðstöðina. En á efstu hæðini er hlaupabraut, þar undir æfingasalir lyftingasalir og fleira og fleira. 


Mjög flott verkefni og áhugavert var að heyra hvernig þeir skiftast á upplýsingum við arkitektana úti í Canada. Ótrúlegt hvað tæknin getur í dag. Batteríið stjórnar ferlinu og hönnuninni þráðlaust frá íslandi!!!

Fleiri ættu að taka Batteríið til fyrirmyndar og taka að sér verkefni erlendis þar sem því miður er ekki margt í gangi hér á landi. 

Batteríið er ein af þeim fáu stóru arkitektastofum eftir lifandi hérlendis en þeir eru með mörg verkefni erlendis. 

-H 

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...