Wednesday, October 20, 2010

Barclay & Crousse í Perú

CASA EQUIS
Jean Pierre Crousse kom í skólann minn síðasta vetur og sýndi okkur þetta verkefni ásamt öðrum. 
Þetta verkefni leitar eftir því að gera eyðimörkina í Perú góða til að lifa í, án þess að afneita, eða loka á karakter hennar.

Húsið er byggt inn í klettana til þess að láta það falla vel inn í umhverfi sitt og til þess að búa til svalan stað. Húsið er eitt rými þar sem mjög erfitt er að greina á milli innra og ytra rýmis. 
Allt rýmið hefur gott loftflæði og er mikið opið en hulið að stórum hluta með þaki, þá sérstaklega yfir svefnherberginu til að skýla fyrir hita sólarinnar. Verönd á þakinu með sundlaug, sem er alveg ómissandi til þess að kæla sig niður. 


Rosalega flott hvernig sjórinn og sundlaugin mynda lög og hvernig sundlaugin er framhald af veröndinni og sjórinn framhald af sundlauginni... 

Húsið var klárað árið 2003 og byggð voru eftir þetta enn fleiri hús á þessum slóðum, eftir sömu arkitekta.

D'espresso kaffihúsakeðjan í NY með original hönnun!

Þetta expresso kaffihús í New York er hannað af New York studio sem kalla sig Nemaworkshop. 





Þetta er svakalega ruglandi og eins fer ekki á milli mála að það minnir mann á bókasafn á hlið, snúið 90 gráður... takið eftir ljósunum sem standa út úr veggnum bak við barinn!!! 
Ekkert smá vel gert



LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...