Wednesday, February 2, 2011

Eco-friendly arkitektúr hér á íslandi!!!

Inspired frá jöklum landsins...

Staðsett í þjóðgarði Vatnajökuls er Snæfellsstofan, gesta setur. Hannað af ARKIS Arkitektum, tekur mið af umhverfi sínu og lýkist jafnvel smá skriðjökli sem smígur áfram yfir náttúruna.


Húsið er um 765 fermetrar og í því er að finna sýningarsali og svæði, skrifstofur, samkomusali, bókasafn, búð og cafiteríu, einnig er útsýnið frá setrinu ekki af verri endanum.

Form byggingarinnar byggist á tveim öngum sem skerast í miðjunni og mynda X. Annar anginn er steypa klædd íslenskum viðar fjölum en hinn er klæddur brúnum kopar að utan og við að innan.  
Ekki einungis eru veggirnig vel þéttir heldur kemur torfþakið einnig mikið í veg fyrir hitatap. 
Staðsettning byggingarinnar er mjög góð þar sem hún liggur í skjóli hæðar sem ver hana gegn miklum vindum. 
Göngustígar allt í kring leyfa gestum að njóta náttúrunnar í botn við heimsókn í setrið! 
Alveg þess virði að kíkja þarna við næst þegar þið eigið leið hjá vatnajökli...  

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...