Saturday, November 20, 2010

Black Pearl House!


Ótrúlega töff hús! 
Staðsett í Rotterdam í Hollandi, hannað af Zecc Architects & Studio Rolf




Veggurinn til vinstri og loftið fellur fallega saman með fínu, stílhreinu línunum. 


Kemur vel út ljósið í stiganum flott, en ég hefði nú kannski skellt einu flottu skinni á gólfið til þess að koma með smá meiri hlýju! 



Góð lofthæð! En það að hún nái ekki alla leið upp hindrar örugglega soldið hljóðburð milli hæða, clever;)



Hmmm væri nú samt svolítið smeyk með börn í þessu húsi... 




En þessi blöndun á fínu og grófu gengur í gegnum allt húsið eins og sést hér á þessum myndum! 
Kemur mjög vel út! 

Smá til að átta sig betur á hvernig framhliðin er...



Þessi 100 ára gamla framhlið hefur verið algerlega máluð með svartri olíumálningu og nútímalegir stálrammar settir upp sem gluggar! 

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...