Tuesday, December 21, 2010

14. aldar bóndabær fær nýtt look!!!

Arkitektinn Peter Pichler gaf gömlum bóndabæ í Puglia á Ítalíu nýtt look með því að setja á hann þessa hlera sem gefa ekki einungis skemmtilega framhlið heldur mynda einnig frábærlega skemtilegan og áhugaverðan leik með ljós og skugga innandyra.  
Bóndabærinn fékk nafnið Casa Puglia.
Hlerarnir eru álplötur, skornir út með vatns-skurði og mynstrið er unnið út frá Arabískri hönnun. 
Hlerarnir tengja öll innri rýmin beint út.    

Húsið er staðsett á toppi lítillar hlíðar og snýr út að sjó. Þar er lítið eldhús sem tengist stofunni, 3 svegnherbergi og 2 baðherbergi. Húsið er umlukið miklum garði.
Ljósmyndirnar eru eftir Domingo Milella og Victoria Ebner.
-H

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...