Vitra kynnir the Chairless, belti sem þú vefur um þig, bak við bak og fyrir framan hnén, svo þú getur setið afslappaður/afslöppuð. 
Hönnuðurinn er Alejandro Aravena, frá Chile, fékk hugmyndina frá Ayoreo Indjánum í Paraguay. Þar situr fólk með belti vafið utanum sig til að hvíla þreyttan líkama. 
Vitra lætur hluta af ágóðanum renna í sjóð til hjálpar Ayoreo indjánunum í deilum sínum við yfirvöld landsins um landsvæði þeirra. 
Mér finnst pínu erfitt að trúa að þetta sé satt... en efast ekki um að þetta slái í gegn, þá allavega hugmyndin því hún er frábær. En ekki er nú mikið mál að finna bara ferðatöskustrappa og gera alveg eins.
Væri samt flottari í hvítu eða svörtu... myndi passa betur við outfittið ;) 





