Friday, November 26, 2010

Saadiyat eyjan í Abu Dhabi.

Zayed national museum eftir Foster + Partners.
Foster + partners hafa gefið út myndir og teikningar af Zayed national museum sem á að vera staðsett á Saadiyat eyjunni í Abu Dhabi.

Safnið verður, eins og sést á myndunum, með fimm létta stál turna, sem eiga að minna á fugla vængi. Með gallerí á jarðhæðinni...  

Turnarnir verða hannaðir sem náttúrilegir strompar, ef ég get notað það orð. En þeir eiga að bera kalt loft niður í rýmið undir, þar sem rör taka við loftinu og kæla það áður en því er hleypt inn í lobbíið.
Safnið er ekki eina verkið sem er búið að hanna fyrir menningarsvæðinu á Saadiyat eyjunni en nú þegar eru komin nokkur önnur stórstjörnu projects.   


 Guggenheim eftir Frank Gehry, áhugavert módel... 

partur af Louvre museum eftir Jean Nouvel , rosalega flottur leikur með ljósið! 


Ég er bara spent að sjá þetta allt fara í framkvæmd... er Abu Dabi nýja Dubai...?  

Ég gerði lokaverkefnið mitt á Norman Foster og ég fíla vel hans arkitektúr en... ég veit líka að hann byggir svaka stórar og dýrar high tec byggingar og afsakar sig og sjarmar alla með því að segja að byggingin sé umhverfisvæn og sparsöm... sem er nú kannski satt... en byggingin sjálf líka eflaust tíu-sinnum dýrari en aðrar byggingar... Hann er nú samt ekki einni arkitektin sem notar þessa aðferð.

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...