Thursday, February 17, 2011

Heimsókn í nýja náttúrufræðihúsið! Umfjöllun á Dezeen!




Ég skellti mér með Arkitektafélagi Íslands í heimsókn í nýja náttúrufræðihúsið í Urriðarholti. 

Mjög svo áhugavert að heyra hvað arkitektarnir höfðu að segja og fá svo að rölta um húsið á eftir. Eina sem ég get sett útá,  svona án þess að vera með mikla reynslu af húsinu er að það þarf að eiga jeppa til þess að eyga ekki í erfiðleikum með að komast að húsinu á erfiðum vertrardögum, ég festi mig í afleggjaranum á leiðinni og er ég á frekar háum fólksbíl á góðum dekkjum... allir líffræðingar hljóta bara að eyga stóra jeppa til að ferðast um landið svo þetta er öruglega ekkert stór mál. En nóg um það... 

Húsið er flott... og er hulið glerhjúp sem er opin að ofan og neðan, sem myndar stanslausan straum í gegn. Það gerir það að verkum að jafnt loftstreymi flæðir inn um opna glugga en hlerhjúpurinn sýlir einnig gegn stormum og slagviðri sem gerir það að verkum að úthliðarnar endast betur, minna viðhald og ódýrari úthliðar þar sem hjúpurinn er. En hann er einungis á þrem hliðum hússins. 

Á mbl.is um dagin var grein um húsið: 

''Fjallað er um nýtt hús Náttúrufræðistofnunar Íslands á forsíðu arkitektasíðunnar De Zeen, en húsið er hannað af arkitektunum Birni Guðbrandssyni og Agli Guðmundssyni hjá Arkís.
Húsið er sérstaklega hannað fyrir starfsemi Náttúrufræðistofnunar. Það er 3.500 fermetrar að stærð og nýjustu tækni er beitt til að tryggja varðveislu náttúrugripa, sem margir eru mjög verðmætir og sjaldgæfir.

Bygging hússins hófst í október 2009. Arkís hannaði húsið og Ístak var aðalverktaki við bygginguna. Glerhjúpur setur sterkan svip á bygginguna og er helsta einkenni hennar. Auk þess myndar hann veðurhlíf og tryggir betur virkni náttúrulegrar loftræstingar, jafnvel í verstu veðrum.
Hús Náttúrufræðistofnunar er eitt af fyrstu húsum hér á landi til að fá alþjóðlegu BREEAM umhverfisvottunina. Vottunin tekur til þeirra þátta byggingarinnar sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif hennar og stuðla að sjálfbærni.''
Nóg um texta... hér koma nokkrar flottar myndir! 




Smá fun fact: en áhugavert er að allt slökkvikerfi í geymslurýminu er kerfi sem sett er í gang og það sogar allt súrefni úr loftinu til þess að drepa eldin og drepur þar að leiðandi allar þær lífverur í því rými... ekki gott að lokast þar inni! En ekki má notast við vatn þar sem helsta geymsla og safn á náttúrulegum verðmætum og safngripum er í byggingunni. 

Grein hjá Dezeen hér
heimasíða arkitektanna: ARKÍS
            
-H

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...