Wednesday, November 3, 2010

Calatrava

Var að skoða gamlar myndir, datt inn á myndirnar mínar frá Spánarferð minni í febrúar 2010. Hér kemur ein mynd sem ég tók á brúnni í Seville, eftir Calatrava
Þessi stíll einkennir mjög Calatrava, en ég var mjög vel að fíla þessa brú! 





Já það er ekki hægt að neita því að þetta er glæsileg brú... sumir hafa reyndar líkt henni við standandi karlmanns kynfæri hahaha það er nú alveg smá til í því þó mér finnist þetta þó líkara gíraffa... eða risaeðlu hálsi... 

Allt er nú til!

Já allt er nú til, ég fann þessar flottu glasamottur á vafri um netið... 
Breyttu kaffiborðinu í iphone ;) 
Hannað eftir brasilíska hönnunarstúdíóið Meninos.



Hægt að fá þetta HÉR fyrir einungis 60$
Mér finnst þetta þrælsniðugt. Mig langar í svona, þegar ég fæ gesti í heimsókn dreg ég þetta fram... eitthver á eftir að nefna það að þetta sé iphone icons... og þá er hægt að gera skemmtilegan leik að raða þessu upp :) ''NÖRD'' hahaha  
Já það er líka hægt að hafa þetta uppraðað á stofuborðinu. Gefur skemmtilega tilbreytingu og lífgar upp á stofuna! 

Einnig er núna til iphone kaffiborð. Fyndið, en myndi síður hafa það í stofunni hjá mér.  


Finnst kaffiborðið ekkert sérstakt, svaka stórt og klunnalegt, fyrir utan að vera mega nördalegt :) hahaha en væri til í iphone glasamotturnar þær eru rosa cool! 

Spurning að fara bara alla leið ef maður ætlar að vera nördalegur... þá verður það kannski bara cool?

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...