Monday, October 18, 2010

Hver þarf stól?




Vitra kynnir the Chairless, belti sem þú vefur um þig, bak við bak og fyrir framan hnén, svo þú getur setið afslappaður/afslöppuð. 


Hönnuðurinn er Alejandro Aravena, frá Chile, fékk hugmyndina frá Ayoreo Indjánum í Paraguay. Þar situr fólk með belti vafið utanum sig til að hvíla þreyttan líkama. 

Vitra lætur hluta af ágóðanum renna í sjóð til hjálpar Ayoreo indjánunum í deilum sínum við yfirvöld landsins um landsvæði þeirra. 

Mér finnst pínu erfitt að trúa að þetta sé satt... en efast ekki um að þetta slái í gegn, þá allavega hugmyndin því hún er frábær. En ekki er nú mikið mál að finna bara ferðatöskustrappa og gera alveg eins.
Væri samt flottari í hvítu eða svörtu... myndi passa betur við outfittið ;) 

1 comment:

Anna Margrét said...

Ég bjó í Paragvæ og sá oft fólk sitja svona með eins og belti eða band um sig. Ég trúði því ekki fyrst en maður getur víst ná' ágætu chill session með svona band um sig. Ha ha, ég var of mikil skiptniema unglingur til að þora að prófa svona en ef ég fer aftur í heimsókn er aldrei að vita nema ég skelli mér á eitt chill-belti.
En í stíl við outfittið, að sjálfsögðu... ;-)

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...