Friday, October 15, 2010

Viltu búa í glerhúsi?

Það þarf kjark til þess að búa í glerhúsi, sérstaklega þar sem á kvöldin sér maður ekki út en allir geta séð inn. 
Þetta æðislega hús leyfir náttúrunni að flæða inn... gegnum gler gólf, þak og veggi!


Húsið nær með gegnsæi sínu að mynda mjög sterk tengsl milli inni og úti. Kemur með náttúruna inn á bað og inn í stofu!
Hvað er betra en að fara í heita sturtu í náttúrunni?  



Þar sem húsið er einungis á einni hæð getur arkitektinn nýtt sér sky lights í öllum rýmum... sem er mikill kostur! 

Vá hvað ég væri til í að búa í svona húsi... ég er glugga óð...

Og svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum... 

Ein af bestu heitapotts hugmyndum sem ég hef séð! 

2 comments:

Svart á hvítu said...

Vá þetta hús... æðislegt!!:)
-Svana

ólöf said...

ég væri nú alveg til í þetta hús, mega flott..líka ekki glergólf eins og í hinu - sem er plús (lofthrædd haha)..yrðir samt að vera eitthvað aðeins út fyrir borg í svona húsi, eða hvað..

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...