Wednesday, October 20, 2010

Barclay & Crousse í Perú

CASA EQUIS
Jean Pierre Crousse kom í skólann minn síðasta vetur og sýndi okkur þetta verkefni ásamt öðrum. 
Þetta verkefni leitar eftir því að gera eyðimörkina í Perú góða til að lifa í, án þess að afneita, eða loka á karakter hennar.

Húsið er byggt inn í klettana til þess að láta það falla vel inn í umhverfi sitt og til þess að búa til svalan stað. Húsið er eitt rými þar sem mjög erfitt er að greina á milli innra og ytra rýmis. 
Allt rýmið hefur gott loftflæði og er mikið opið en hulið að stórum hluta með þaki, þá sérstaklega yfir svefnherberginu til að skýla fyrir hita sólarinnar. Verönd á þakinu með sundlaug, sem er alveg ómissandi til þess að kæla sig niður. 


Rosalega flott hvernig sjórinn og sundlaugin mynda lög og hvernig sundlaugin er framhald af veröndinni og sjórinn framhald af sundlauginni... 

Húsið var klárað árið 2003 og byggð voru eftir þetta enn fleiri hús á þessum slóðum, eftir sömu arkitekta.

3 comments:

Svana said...

VÁ þessi sundlaug er to die for.
mig langar að komast þangað og fá mér smá sundsprett...

Anna Margrét said...

Eftir að hafa búið í S-Ameríku og kynnst óbærilegum hitanum þá uppgvötaði ég hversu ótrúlega mikilvægt það er að húsið sé rétt hannað útfrá því að verja frá hitanum og sólinni. Sko það er ekki heitt þarna, það er eitthvað verra; svona kæfandi molla og maður getur eiginlega ekki hugsað (ég er að ýkja en samt eiginlega ekki ha ha)

Ég flyt aftur þangað einungis ef ég fæ að búa í svona húsi, já helst þessu húsi takk! :-)

Katla Mar. said...

Þetta hús er svo fallegt! Á myndir af því í bók einhverstaðar - og gott ef það er ekki smá slef á blaðsíðunum... :)

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...