Tuesday, December 14, 2010

UMBROT - Málstofa um borgarrými


UMBROT - Málstofa um borgarrými

Þetta kemur fram á facebook...

Kvöldstund tileinkuð möguleikum borgarrýma.



Hvaða áhrif hefur sviðsmynd borgarinnar á samfélag okkar? 
Hvert er samspil hegðunar og umgjarðar borgarrýma? 

Þátttakendur UMBROTS eiga það sameiginlegt að hafa unnið að verkefnum sem tengjast almenningsrýmum Reykjavíkur á einn eða annan hátt. Um er að ræða fjölbreytileg verkefni, unnin af arkitektum, listamönnum, upplýsingafræðingum og hugsjónafólki.

Þátttakendur eru:
ARNAR & HEIMIR - BETRISTOFA BORGARINNAR - BORGHILDUR - THE GARDEN PROJECT - HJÓLALEIÐIR Í REYKJAVÍK - LACUNA PAVILLION - SKYGGNI FRÁBÆRT - URBANISTAN - VERALDARVINIR

MÁLSTOFA um borgarrými 
Hóparnir kynna verkefni sín í örfyrirlestraformi með skyggnusýningu. Í lok hverrar kynningar verður gefið svigrúm til umræðna.

FRUMSÝNING: Lifandi Vinnusmiðja
Kvikmyndagerðarmennirnir Arnar og Heimir hafa unnið heimildamynd um Lifandi vinnusmiðju, sem haldin var á vegum Skyggni Frábærs sumarið 2010. 

SÝNING Í horninu
Þátttakendur málstofunnar kynna afrakstur verkefna sinna á samsýningu sem opnuð verður í lok kvöldsins.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Ég mæti og ég er viss um að þetta eigi eftir að vera mjög skemmtileg og áhugaverð umræða!!! 

No comments:

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...